júní 12, 2006

WebCT

Posted in Óflokkað kl. 11:11 f.h. af atakninas

Held að ég verði aðeins minna dugleg við að blogga í sumar en ég hef verið. Það verður nóg að gera hjá mér!

Ég var að byrja núna um helgina í fjarnáminu. Vaknaði seint í gær, eða um kl14..skil ekki hvað ég svaf lengi!, meina ég sofnaði rétt upp úr eitt á föstudagskveldið. en já, gærkveldið var bara eytt í bíomynd og kynna sér námsáætlun lauslega, skoða WebCt (ný útgáfa, flottari en flóknari.) og svona, sjá verkefnin og tilkynningar frá kennurum, senda póst á kennarann og óska eftir bókinni (hann gefur 1 af 2 bókum sem við notum út, semsagt skrifaði hana sjálfur Bogi Ingimarsson heitir hann, klár náungi..hef haft hann sem kennara áður. Var í dagskóla þá, mjög skemmtilegir en krefjandi tímar. Strangur kennari en góður (semsagt kann efnið, kemur því vel frá sér en setur háar kröfur og ætlast til að við kunnum þetta frá A-Ö). Hefur skrifað nokkrar aðrar námsbækur.)

En já, ég fékk svo heimsókn í dag, systir pabba. Gaf henni af kökunum sem ég bakaði á föstudaginn. Var í einhverju stuði og var að prufa að baka kökur sem ég hef ekki gert áður. Jám. ekki DDV! en jæja ég er í einhverri lægð.. ekki alveg búin að gefast upp en er ekki á fullum hraða og áhuga núna. En jæja..hvað um það.

Nú er það námið númer 1,2 og 3! hef ekki efni á því að falla og þá meina ég það peningalega. borgaði tæpar 29 þús kr fyrir þetta! svo það er eins gott að standa sig. Heyrði, og veit því ekki hvort þetta sé satt, að í haust verði verðskráin endurskoðuð og að maður borgar jú fullt verð, en ef maður mætir í prófin þá fái maður allt endurgreint fyrir utan innskráningargjaldið og fyrir aðgang að Webct (semsagt það sem maður borgar á eininguna fær maður endurgreitt og það er slatti! held að það sé um 22 þús kr af því sem ég borgaði)

Jæja, þarf að fara að læra, það er strax verkefni komi í ísl! er í 3 fögum, ísl 503 (major mikið að lesa) og líf 103 og svo stæ 313.. óskið mér lukku og góðs gengis!  

ps: skrifað 11.06.06 en mistókst að senda..

Auglýsingar

júní 8, 2006

Dagur 1

Posted in Óflokkað kl. 9:55 f.h. af atakninas

Jæja, ég er byrjuð aftur! 🙂 fór í vigtun í gær, og hafði vigtin skriðið eitthvað upp. Leyt ekki einu sinni á töluna..vil ekki svekkja mig, bara halda áfram og reyna að standa mig. En hvað um það.. ég er semsagt byrjuð.. gengur svona.. ja.. ekki vel..var með massa mígreni í gær, og er enn með hausverk..svo dagurinn framundann er erfiður.

Vonandi gengur þetta vel í dag.. 🙂 planið er fínt..vonandi held ég mér við það.. gæti samt farið svo að ég hefði bara ekki lyst, þar sem ég er með hausverk, og byrjað að vera bumbult..úff.. mætti snemma í vinnuna því Gummi fór á fund. Bara búin að sitja hér að lesa fréttablaðið áður en við byrjum daginn.. Langar mest að fara heim ;( en ætli ég reyni ekki að þrauka daginn.

Vonandi gengur allt vel í dag.. það MUN allt ganga vel í dag! er það ekki?

júní 5, 2006

Fréttir

Posted in Óflokkað kl. 8:17 e.h. af atakninas

Jæja nokkrar fréttir af mér 🙂

Búin að þyngjast aðeins, enda ekki skrítið eftir þessa helgi 🙂 búin að hafa það gott, borða óhollustu, sumt holt, en annars leyfði ég mér hvað sem er, reyndi að stilla í hóf og gekk það ágætlega (semsagt ekki éta á mig gat!) því við Gummi áttum 7 ára sambandsafmæli í gær 🙂

Góða er að nú á að taka þetta föstum tökum og klára þetta dæmi! ekkert múður..ekkert elsku mamma meir.. 🙂 hehe.

Svo gáfumst við endanlega upp á ísskápnum.. lak. Fórum að morgni, allt þurrt, komum heim seinnipartinn og stór pollur fyrir utan. Held að kisi hafi jafnvel verið að lepja þetta og kastað upp. Ekkert kastað upp síðan.. ja.. man ekki.. svoldið síðan 🙂 Ekkert gengur annars að finna honum nýtt heimili.

Við höfðum verið að skoða ísskápa á netinu, fundum einn á tilboði í heimilistækjum sem okkur líkaði við. 168cm. og var frystir neðst.. 🙂 ójá! frystir! no more running niður í geymslu að ná í DDV ísinn, setja í skál, borða og hlaupa aftur niður. hehe 🙂 Bjó mér til klaka í bökkunum (sér klakaskúffa/bakki) mmmm 🙂 elska klaka í gosið mitt!

En jæja, við biðum eftir mánaðarmótum til að borga eitthvað í ísskápnum (þetta er helv.. dýr tæki!) en og setja hluta á visa. Nú akkurat á útborgunardegi þá hækkaði helv..skápurinn! um 20 þús! ég hringdi og spurði hvort ég mætti ekki fá hann samt á tilboði..nei en gæti fengið hann á 10 þús minna. svo ég keypti hann… á föstudaginn 🙂 59 þús kr! takk fyrir pennt! fengum nú samt heimsendinguna frítt og þeir tóku gamla frítt líka 🙂 Svo spurðu þeir hvenær við vildum fá hann. Nú við spurðum hvort þeir gætu komið eftir kl 18 (því Gummi var að vinna til 18 og ég til 19)..nei.. gætu komið eftir 17:30..jæja, Gummi fór fyrr heim úr vinnunni…kl orðin 19 og ég hringi til að ath hvernig staðan væri, hvort hann væri ekki að koma að ná í mig..neibb..skápurinn ekki kominn! jæja.. ég labbaði bara heim meðan ég spjallaði við mömmu í gsm og litla bróður sem stóð sig by the way! alveg heavy vel í prófunum sínum 🙂 4x 10 nokkrar 9,5, 9, 1-2×8 og ein 7,5 🙂 hehe en það var í lífsleikni og bróðir minn er svoldið spes svo mamma sagðist ekki taka þessa einkunn með 🙂 hehe. 

Ég var að drepast í fótunum þegar ég kom heim. Gangan var ca 30-40 mín, og auk þess haðfi verið brjálað í vinnunni, við fámenn og ég gat ekki sest niður í nokkra klst! Ekki einu sinni farið í kaffi.

Svo komst ég að því að buxurnar sem ég passaði í og fann í skápnum um daginn, ja það var gat á þeim! líklega ástæðan fyrir því að ég lagði þeim, hef örugglega hugsað "fæ ömmu til að laga þetta þegar ég passa í þær aftur!" hehe svo bara gleymdi ég þessu. Þannig að ég var í þeim 2 daga í vinnunni með gati á.. 🙂

Við fórum út að borða á Nings á laugaraginn..aeins að spara, engar steikur á afmælinu okkar (það var í gær, en ég fór að vinna því það var stórhátíðarkaup svo við héldum upp á það á laugardaginn) og fórum í bío. Mjög gaman.

hmm.. já og í dag.. úff..svoldið langur pistill :).. hehe. ég komst að því í vikunni að Neró hafði eyðilagt íþróttatoppinn minn! nagað hann/étið svo að hann var of víður.. ónýtur ;( hehe hann át ekkert allan toppinn 🙂 en bút úr honum á miður góðum stað.

En ég er að fara að reyna að taka mig á..bæði hvað varðar DDV, fer td í vigtun á miðvikudaginn..hlakka ekki til að sjá töluna en hlakka til að byrja að mæta aftur! og svo er ég búin að ákveða að vera dugleg í ræktinni. Ég ætla að taka mynd af mér í bikini, og sjá svo með því að taka eftir mynd þegar ég fer í sumarfrí hver árangurinn er. Skelli þeim kannski hingað inn…veit ekki alveg. En ég fór áðan og skellti mér í útilíf og keypti mér 1stk íþróttatopp og fann svo sætan íþróttabol, adidas grænn í stærð 40 🙂 hehe ekki 42 eins og ég var vön..lít bara vel út í honum 🙂 hehe Við Gummi ætlumað fara í ræktina í fyrramálið 🙂

Hafiði það gott elskurnar!

Jónína 

júní 1, 2006

Gamlar buxur

Posted in Óflokkað kl. 10:57 f.h. af atakninas

óhóhó! 🙂 vaknaði í morgun og hafði uppgötvað að ég sofnaði áður en vélin væri búin! svo að ég hafði engin föt, blaut í vélinni og ekkert að gera nema skella þeim í þurrkarann. Eina sem ég hafði voru pils og bolir en mér yrði bara of kalt svoleiðis í vinnunni. Svoldið svalt hérna.

Jæja.. ég fór að gramsa..og fann föt. Jám.. ermalausann sægrænan rúllukragabol, svarta þunna peysu yfir og svo toppurinn 🙂 buxur sem ég hef ekki notað í allavega 3 ár. Minnir að ég hafi verið í þeim sumarið sem ég vann á laugarveginum og svo man ég ekki lengra (eða nær?).

Og þær passa..perfect! Ekki of þröngar og ekki of víðar. Líður bara vel í þeim 🙂 hvort sem ég stend eða sit.

gaman gaman! 🙂

maí 31, 2006

Spennandi!

Posted in Óflokkað kl. 6:20 e.h. af atakninas

Já… muniði að ég sagði að það gætu verið stórar breytingar í bráð? (ég er ekki ólétt né á leið upp að altarinu).

Nú við vorum bara ágætlega vongóð í byrjun, svo fengum við upplýsingar sem gerðu það að verkum að ég var bara hætt að hugsa um þetta og kallinn líka. Svo fengum við nýjar upplýsingar í dag og ja… ég myndi bara segja að líkurnar eru orðnar bara nokkuð góðar 🙂

🙂 ohh..vildi að ég mætt segja hvað er í gangi!!!! 🙂 vonandi get ég sagt eitthvað fljótlega.

 kv

Jónína

Aham!

Posted in Óflokkað kl. 9:40 f.h. af atakninas

Jæja.. smá syndajátning og svo smá góðar fréttir og vondar.

Syndajátning: þegar mér gekk sem verst, borðaði sukkmat í kvöldmat og stalst í nammi (fyrripart dags er góður síðan ég byrjaði í ddv!) þá þyngdist ég um 1,2. Fórúr 72,4 í 73,6 kg.

Jæja, svo kom aðeins betri vika, ekkert svo mikið en samt betri. Þá var ég komin í 73 slétt.

Svo hef ég ekkert verið að kíkja neitt á vigtina. Ætlaði að setja mér það markmið að kíkja ekki fyrr en ég væri komin af stað með nokkra góða daga í ddv.

Jæja, mán og þriðjudagur voru góðir 🙂 ekkert sukk, en vantaði smá upp á í mjólk. skammskamm.

En já góðu fréttirnar eru þær að ég hef lést! 🙂 71,7 stóð á vigtinni áðan 🙂 VÁ! bara 1,7 kg í næsta tug! (1,8 reyndar) OMG! ok, ég er búin að ákveða að leyfa mér næstu helgi, í hófi samt. Afmælið okkar og svona..enn svo verður það harkan sex! og fram að afmælinu er harkan tekin á þetta! 🙂

Slæmu fréttirnar eru að ísskápurinn minn er aftur byrjaður að leka, ég finn ekki hvaðan, ekki neitt í honum sem lekur og er ég hrædd um að kisi sé að sleikja þetta upp og kannski sé hann alltaf að kasta uppút af þessu! Svo það verður farið á stúfana eftir nýjum.. úff púff..höfum ekki efni á því svo það verður visa rað ;( búhúhú!

Hafiði það gott í dag! 

maí 30, 2006

Jæja

Posted in Óflokkað kl. 10:05 f.h. af atakninas

Jám og jæja. 🙂 So far so good. Helgin var lala, fram að helgi fínt, gærdagurinn 99% og dagurinn í dag skal verða 100% 🙂 ætla að halda út minnst fram að helgi, það er á laugardaginn því þá ætlum við að halda upp á sambandsafmælið okkar. 7 ár! 🙂

Er að vinna á afmælinu okkar, hvítasunnudag, 4 júní. Fæ stórhátíðarkaup svo mér er alveg sama 🙂

Stefnan er tekin á út að borða, bíó og svo kannski bjóða vinum heim í létt party og út að dansa! 🙂 kemur í ljós hvað gerist. Kannski kúrum við okkur bara 2 ein niður í sófa. Hver veit! 🙂

Hreyfingin er ekki komin í rútinuna, vonast til að breyta því sem fyrst. BAra fer of seint að sofa og get því ekki vaknað nógu snemma. Get ómögulega farið eftir vinnu, færi þá kl 20 eða 20:30 og nenni því als ekki!

Hafiði það gott! ég kemst í vigtun í næstu viku! jeij 🙂

maí 25, 2006

Gestur nr 2000

Posted in Óflokkað kl. 1:16 f.h. af atakninas

Hver verður gestur númer 2000? Endilega kvittaðu fyrir komuna! 🙂

99% dagur.. er að skella í gírinna.. átti erfitt með mig, stoðst samt nammið.. bakaði mér kökur (ætlaðiað faraí stórbakstur og fá mér smá af öllu.. svindla smá en þó í ddv stíl.. átti svo ekki nóg af undanrennudufti svo þetta varð frekar lítið, gerði 2 sortir og brann kakan! hehe en smákökurnar voru fínar.. kanilkökur á DDV síðunni. Ennn þetta var nóg til að ég hætti að þrá nammi og dót.)

Fer sátt að sofa..

By the way.. rosalegt þegar hún Unnur Birna crashað þarna í Unfrú Ísland. Greyjið stelpan. Virtist sem hún hefði flækst í einhverju og bara flaug! kórónan fauk af og hún í gólfið. Vonandi meiddi hún sig ekki neitt. Fannst þetta svo leiðinlegt..finnst hún svo sæt og virkar rosalega góð og einlæg stelpa.

maí 24, 2006

Kisi aftur veikur

Posted in Óflokkað kl. 11:40 f.h. af atakninas

Kisi ældi í gær og í morgun aftur. Mánudagurinn var síðasti dagurinn sem hann átti að fá lyfið sitt..og já..ældi ekkert meðan hann fékk lyfið en ældi í gær og í dag. Hann borðar nú samt, sem er gott.

Gummi er líka eitthvað veikur, magapest.

Stefni´a 100% daga framundan, fyrsti daguri í dag. Keypti súkkulaði í gær, erfiður dagur og er búin að fá nóg af sjálfri mér og aumingjaskapnum. Nú hættir þetta.. áfram DDV!!!!

maí 23, 2006

Myndatöku frestað

Posted in Óflokkað kl. 12:07 e.h. af atakninas

Já, það hefur gengið illa undanfarið. Nammi á laugardag með júórinu (Finnland ROCKAR!) og pizza í gær, Megavika.. *dæs* skil ekki hvernig mér fannst það létt að bara hviss bang ddv 100% strax eftir páskana.. jæja.. nú er ekkert elsku mamma lengur.. nú er það harkan! vil ekki taka 2 mán mynd af mér útþanin af pizzu ;(
Kisi er orðin góður.. hakkar í sig matinn, leikur sér og er kátur. En helvíti fúll að komast ekki út. Höfum haldið honum inni út af veikindunum. Mjög fúll út í okkur að sprauta þessari mixtúru upp í hann. Snýr í mann baki fyrst á eftir og vill ekkert við mann tala.. hehe.
Svo er svo skondið að hann er að reyna að troða sér út um rifuna á glugganum inn í herbergi.. svo fyndið að horfa á aðferðirnar.. hehe. Tekst auðvitað ekki.
Annars fauk gasgrillið okkar í gær.. en skemmdist ekkert sem betur fer. Svaka kviður í gær.

Jæja vonandi gengur þetta betu í ddv.. kvöldmaturinn er alltaf í steik undanfarið.. ;( sunnudagurinn var 100% fékk mér saltfisk..namminamm.
Búin að ákveða að vera bara dugleg í eftirréttum..plana máltíðir vel.. ekkert væl.. og ekkert nammi.. ekki einu sinni leyft sér 4 júni á afmælinu okkar Gumma.

Annars gætu stórar breytingar verið í bráð.. kannski kannski ekki.. góðar breytingar.. kemur í ljós vonandi fljótlega.

Eftirfarandi síða