apríl 29, 2006

Vika 5 hálfnuð

Posted in Óflokkað kl. 11:53 e.h. af atakninas

Vika 5 er hálfnuð og so far so good. Langar nú samt í nammi ;(

En jæja.. fæ mér ís á eftir.

Prufaði að baka kryddkökuna.. fannst hún ekki góð,hefði verið góð ef ekki væru þessar sveskjur í henni. Jukk. Eplakakan var betri. Prufa eitthvað annað næst. Eru einhverjar að baka bara hálfa uppskrift? Semsagt sem passar akkurat í hádeginu í stað 2 daga köku? Bara spekúlera.

 Annars með myndirnar, ja ég kann ekki að setja þetta inn og kallinn þarf að hjálpa mér, og hingað tilhefur hann ekki nennt því. Læt vita þegar þær eru komnar inn.

Farin að hlakka svo til að fara í vigtun, vildi bara óska að tíminn liði hraðar! hehe get varla hugsað um annað þessa dagana en hvað gerist í næstu vigtun! OMG! hvað maður er orðin sjúkur!

Annars var ég svo glöð í morgun! 🙂 ætla framvegis að vigta mig um helgar heima..bara sjá hvað ég er dugleg. Þó DDV vigtin sé aðeins öðruvísi, enda í fötum og búin að borða og drekka helling (en samt fer hún slatti niður þar) þá er hún næstum komin niður um 6 kg hérna heima! OMG! trúði þessu varla í morgun. 74.2 kg.  OMGOMGOMGOMGOMGOMG!!

Trúði þessu ekki!!! Og hlakka svo til næstu helgi hehehehehehe því vonandi fer nú meira en 300 g af mér 🙂 hehe og þá sé ég 73 eitthvað kg!!! ohhhh hef ekki séð þá tölu í svona 1 næstum 2 ár líklega! og þá ætla ég að prufa gallabuxur sem ég hef ekki komist í lengi. Uppáhaldsbuxurnar mínar 🙂 hehe keypti þær eftir átaksnámskeið fyrir..hmm  það var vorið 2003 og gat gengið í þeim í kannski ca ár. Vonandi passa þær.. held samt ég hafi verið aðeins léttari en 73 kg.. en kemur í ljós!

Hvernig gengur ykkur? 

apríl 26, 2006

Vika 4 að ljúka, vika 5 að byrja!

Posted in Óflokkað kl. 5:43 e.h. af atakninas

Jæja 🙂 ég brunaði semsagt í vigtun aðan. Þvílikt spennt, en eitthvað kvíðin líka. Var alveg með fiðring í maganum þegar ég steig á vigtina! 🙂 hehe ekkert smá spennt!

Allavega talan var 75,7 kg! sem er bara 700g meira en vigtin heima segir á morgnanna á tómann maga á evuklæðunum! Vúhú! Og það þýðir! að ég léttist um!

2,1 kg!!!!! þessa vikuna! hehe

Þetta hefur þá farið af svona:

vika 1 – 1,7 kg

vika 2 – 1,2 kg

Vika 3 + 1,2 kg ;( páskar!

Vika 4 – 2,1 kg!

Sem gera 3,8 kg á 4 vikum. Ekki svo slæmt ha!?

Er að fara á kaffihús í kvöld að hitta stelpur sem ég er nýbúin að kynnast. Hlakka til að hitta þær. Ef ég fæ mér eitthvað annað en vatn þá verður það sykurlaust gos.

Var að spá í einu, nú var ég 80 kg á heimavigtinni þegar ég byrjaði en 79,5 á DDv vigtinni. Miðað við heimavigtina er ég búin að léttast um 5 kg en DDv 3,8 kg.

Ef þið eruð spurðar hvaða tölu segiði þá? semsagt spurðar „hvernig gengur? Hvað er farið mikið?“ ég nenni ekki að útskýra þetta alltaf í hvert skipti hehe 🙂 og veit því ekki hvað ég ætti að segja, enginn rosalegur munur á tölunum, 1,2kg en 5 kg hljóma betur en 3,8. En samt er ég ekki viss.

Jæja, ætla að skella inn mælistiku hér fyrir neðan, með hjálp Kallsins 🙂 svo ég geti gert það sjálf næst. Svo í kvöld koma svo fyrir og eftir myndir! kallinn neitaði að taka fyrr 🙂 hehe

apríl 25, 2006

Jæja ný síða

Posted in Óflokkað kl. 7:02 e.h. af atakninas

Er enn að læra á þessa síðu, svo þið verðið bara að vera þolinmóð.

Vigtun á morgun. Hlakka til eins og ég sagði áður en kvíði líka. Veit ekki af hverju. Gengur bara vel.

Ætla að fikta aðeins meira í þessari síðu minni.

Hello world!

Posted in Óflokkað kl. 5:52 e.h. af atakninas

Welcome to WordPress.com. This is your first post. Edit or delete it and start blogging!