maí 31, 2006

Spennandi!

Posted in Óflokkað kl. 6:20 e.h. af atakninas

Já… muniði að ég sagði að það gætu verið stórar breytingar í bráð? (ég er ekki ólétt né á leið upp að altarinu).

Nú við vorum bara ágætlega vongóð í byrjun, svo fengum við upplýsingar sem gerðu það að verkum að ég var bara hætt að hugsa um þetta og kallinn líka. Svo fengum við nýjar upplýsingar í dag og ja… ég myndi bara segja að líkurnar eru orðnar bara nokkuð góðar 🙂

🙂 ohh..vildi að ég mætt segja hvað er í gangi!!!! 🙂 vonandi get ég sagt eitthvað fljótlega.

 kv

Jónína

Aham!

Posted in Óflokkað kl. 9:40 f.h. af atakninas

Jæja.. smá syndajátning og svo smá góðar fréttir og vondar.

Syndajátning: þegar mér gekk sem verst, borðaði sukkmat í kvöldmat og stalst í nammi (fyrripart dags er góður síðan ég byrjaði í ddv!) þá þyngdist ég um 1,2. Fórúr 72,4 í 73,6 kg.

Jæja, svo kom aðeins betri vika, ekkert svo mikið en samt betri. Þá var ég komin í 73 slétt.

Svo hef ég ekkert verið að kíkja neitt á vigtina. Ætlaði að setja mér það markmið að kíkja ekki fyrr en ég væri komin af stað með nokkra góða daga í ddv.

Jæja, mán og þriðjudagur voru góðir 🙂 ekkert sukk, en vantaði smá upp á í mjólk. skammskamm.

En já góðu fréttirnar eru þær að ég hef lést! 🙂 71,7 stóð á vigtinni áðan 🙂 VÁ! bara 1,7 kg í næsta tug! (1,8 reyndar) OMG! ok, ég er búin að ákveða að leyfa mér næstu helgi, í hófi samt. Afmælið okkar og svona..enn svo verður það harkan sex! og fram að afmælinu er harkan tekin á þetta! 🙂

Slæmu fréttirnar eru að ísskápurinn minn er aftur byrjaður að leka, ég finn ekki hvaðan, ekki neitt í honum sem lekur og er ég hrædd um að kisi sé að sleikja þetta upp og kannski sé hann alltaf að kasta uppút af þessu! Svo það verður farið á stúfana eftir nýjum.. úff púff..höfum ekki efni á því svo það verður visa rað ;( búhúhú!

Hafiði það gott í dag! 

maí 30, 2006

Jæja

Posted in Óflokkað kl. 10:05 f.h. af atakninas

Jám og jæja. 🙂 So far so good. Helgin var lala, fram að helgi fínt, gærdagurinn 99% og dagurinn í dag skal verða 100% 🙂 ætla að halda út minnst fram að helgi, það er á laugardaginn því þá ætlum við að halda upp á sambandsafmælið okkar. 7 ár! 🙂

Er að vinna á afmælinu okkar, hvítasunnudag, 4 júní. Fæ stórhátíðarkaup svo mér er alveg sama 🙂

Stefnan er tekin á út að borða, bíó og svo kannski bjóða vinum heim í létt party og út að dansa! 🙂 kemur í ljós hvað gerist. Kannski kúrum við okkur bara 2 ein niður í sófa. Hver veit! 🙂

Hreyfingin er ekki komin í rútinuna, vonast til að breyta því sem fyrst. BAra fer of seint að sofa og get því ekki vaknað nógu snemma. Get ómögulega farið eftir vinnu, færi þá kl 20 eða 20:30 og nenni því als ekki!

Hafiði það gott! ég kemst í vigtun í næstu viku! jeij 🙂

maí 25, 2006

Gestur nr 2000

Posted in Óflokkað kl. 1:16 f.h. af atakninas

Hver verður gestur númer 2000? Endilega kvittaðu fyrir komuna! 🙂

99% dagur.. er að skella í gírinna.. átti erfitt með mig, stoðst samt nammið.. bakaði mér kökur (ætlaðiað faraí stórbakstur og fá mér smá af öllu.. svindla smá en þó í ddv stíl.. átti svo ekki nóg af undanrennudufti svo þetta varð frekar lítið, gerði 2 sortir og brann kakan! hehe en smákökurnar voru fínar.. kanilkökur á DDV síðunni. Ennn þetta var nóg til að ég hætti að þrá nammi og dót.)

Fer sátt að sofa..

By the way.. rosalegt þegar hún Unnur Birna crashað þarna í Unfrú Ísland. Greyjið stelpan. Virtist sem hún hefði flækst í einhverju og bara flaug! kórónan fauk af og hún í gólfið. Vonandi meiddi hún sig ekki neitt. Fannst þetta svo leiðinlegt..finnst hún svo sæt og virkar rosalega góð og einlæg stelpa.

maí 24, 2006

Kisi aftur veikur

Posted in Óflokkað kl. 11:40 f.h. af atakninas

Kisi ældi í gær og í morgun aftur. Mánudagurinn var síðasti dagurinn sem hann átti að fá lyfið sitt..og já..ældi ekkert meðan hann fékk lyfið en ældi í gær og í dag. Hann borðar nú samt, sem er gott.

Gummi er líka eitthvað veikur, magapest.

Stefni´a 100% daga framundan, fyrsti daguri í dag. Keypti súkkulaði í gær, erfiður dagur og er búin að fá nóg af sjálfri mér og aumingjaskapnum. Nú hættir þetta.. áfram DDV!!!!

maí 23, 2006

Myndatöku frestað

Posted in Óflokkað kl. 12:07 e.h. af atakninas

Já, það hefur gengið illa undanfarið. Nammi á laugardag með júórinu (Finnland ROCKAR!) og pizza í gær, Megavika.. *dæs* skil ekki hvernig mér fannst það létt að bara hviss bang ddv 100% strax eftir páskana.. jæja.. nú er ekkert elsku mamma lengur.. nú er það harkan! vil ekki taka 2 mán mynd af mér útþanin af pizzu ;(
Kisi er orðin góður.. hakkar í sig matinn, leikur sér og er kátur. En helvíti fúll að komast ekki út. Höfum haldið honum inni út af veikindunum. Mjög fúll út í okkur að sprauta þessari mixtúru upp í hann. Snýr í mann baki fyrst á eftir og vill ekkert við mann tala.. hehe.
Svo er svo skondið að hann er að reyna að troða sér út um rifuna á glugganum inn í herbergi.. svo fyndið að horfa á aðferðirnar.. hehe. Tekst auðvitað ekki.
Annars fauk gasgrillið okkar í gær.. en skemmdist ekkert sem betur fer. Svaka kviður í gær.

Jæja vonandi gengur þetta betu í ddv.. kvöldmaturinn er alltaf í steik undanfarið.. ;( sunnudagurinn var 100% fékk mér saltfisk..namminamm.
Búin að ákveða að vera bara dugleg í eftirréttum..plana máltíðir vel.. ekkert væl.. og ekkert nammi.. ekki einu sinni leyft sér 4 júni á afmælinu okkar Gumma.

Annars gætu stórar breytingar verið í bráð.. kannski kannski ekki.. góðar breytingar.. kemur í ljós vonandi fljótlega.

maí 20, 2006

Kisi veikur

Posted in Óflokkað kl. 3:43 e.h. af atakninas

Já kisi minn er eitthvað veikur.

Byrjaði líklega fyrir ca viku síðan.. því við munum eftir að hafa sett í skálina hans, ca sunnudaginn síðasta. Nema hvað að hann er ekki búinn úr henni, var bara nokkur korn sem fóru af og til. Furðulegt, en hann drakk alveg vökva…

Við semsagt pældum ekkert í þessu, ég hélt að Gummi hefði sett í skálina og öfugt..en svo kastaði hann upp á þriðjudaginn.. glærum vökva sem var samt hálf froðukenndur. Nema ða þegarhann byrjar þá brá mér og honum brá við viðbrögð mín.. og hljóp inn í herbergi og undir rúm..ælandi alla leiðina.. bara vall upp úr honum þetta glæra..svo var risa stór pollur undir rúminu.. Við vorum ný komin heim.. svo ég fór að þrífa..og sá fleiri ælur inn í stofu.

Nema hvað að hann virtist alveg hress eftir þetta.. Gummi reyndi að gefa honumfisk, en hann vildi hann ekki.. var reyndar saltfiskur, gæti ekki viljað hann… Og mjólk. Hann snerti þetta ekki á þriðjudaginn.

Jæja svo á miðvikudaginn kláraði hann mjólkina.. snerti ekki fiskinn.. og svo fór hann út því hann var hinn hressasti..

Þegar við komum heim á fimmtudadinn eftir vinnu þá var hann nýlega búinn að kasta upp, svo það var þrifið aftur..og fórum við að hafa áhyggjur því hann snerti ekki matinn sinn, drakk bara. Svo Gummi fór út í búð og keypti 2 dósir af túnfisk og wiskas blautkattamat (hann er vanur að borða þurrfóður).. hann leit ekki við wiskasinu og fékk sér einn bita af túnfisknum.. Ok það var greinilega eitthvað að.. ætluðum að býða morguns og hringja í dýralækni. en þá var hann búin með túnfiskinn (1 dollu) og var hress og kátur.. Svakalega kelinn..

 Ég hringdi samt í gær í dýralækni og var sagt að hann yrði að koma ef hann mydni kasta upp aftur. Nema það gerðist ekkert í gær, hress og kátur, fór út og kláraði úr hinni dollunni af túnfisknum. Svo gerðist ekkert..við vorum svona ekki viss hvort við ættum samt að fara með hann. 

Jæja, við vöknum seint..eins og vanalega..og kallinn fer fram og ég var svona að dorma upp í rúmi..og þá var kisi búinn að kasta upp, og augljóslega túnfiskinum.. 30 mín í lokun hjá doksa.. (lokaði kl 12) svo við settum hann í búr, stukkum í fötin og æddum út, án þess að bursta í okkur tennurnar, borða eða greiða okkur. hehe svoldið úfin 🙂

Það kom ekki í ljós hvað var að.. hann var ekki með hita, ekki þurr, fengi greinilega nóg að drekka, en maginn var alveg tómur. Svo hann fékk meðal, mixtúru sem á að fóðra magann. Hún hélt að hann hefði kannski fengið eitthvað sem hefði ert magann eitthvað og þetta á að hjálpa til við að koma balance á magann. Hlakka ekki til að gefa honum á eftir..

Annars vorum við búin að prufa að þrífa kassann hans í bak og fyrir, spúluðum hann utan sem innan.. héldum kannski að hann væri að æla því hann vildi ekki fara á klósettið sitt. Svo þvoðum við skálarnar hans, settum sjóðandi vatn í þær og keyptum glænýtt fóður handa honum, því kannski væri hitt ónýtt. Svo vonandi kemur í ljós hvað er að.. vona að þetta hætti. Við ætlum að halda honum inni á meðan.

Svona stundum sem mig langar enn meira í aðra kisu (fáum okkur ekki því að það er svoldill start kostnaður í sprautur og geldingu og örmerkingu fyrsta árið, plús þegar maður fer í ferðalag..erfitt með 1 hvað þá 2) til að hann hefði nú einhvern félagsskap.

By the way.. finnst ykkur eitthvað að því að vilja ekki fá kisu úr Kattholti? Var að spyrjast fyrir á netinu um síður þar sem gefins kettlingar væru auglýstir og margir benntu á kattholt.. málið er að ég hef komið þarna, og aðbúnaðurinner hræðilegur. Ég væri bara hrædd um að fá einhvern geðsjúkann, taugaveiklaðann kött. Mér finnst þetta samt gott starf hjá þeim, en mér fannst aðbúnaðurinn ekki alveg nógu góður.. Meina 20 kettir í einu litlu herbergi, nánast ofan í hvor öðrum. Sumir voru úber kelnir meðan aðrir voru hvæsandi og hræddir.

Mataræðið fór smá út um þúfur út af þessu í dag, en fer í lag í kvöldmatnum (bara 1 ávöxtur þangað til).. svo ég segi bara góða skemmtun yfir Eurovision

(Smá vangaveltur samt í mér… hvort það virki að gera eins og í byrjun, svona ógeðisdæmi.. td gúffa í mig tonn af nammi, og byrja á núlli daginn eftir?, kallinum leist nú ekkert á þessa hugmynd mína..hehe hann hvetur mig óspart afram :)) 

maí 19, 2006

Allt í botn

Posted in Óflokkað kl. 11:27 f.h. af atakninas

Jám, þetta gengur mikið betur núna 🙂

Dagurinn í gær var 99%.. kláraði ekki grænmetið mitt, borðaði eitthvað en ekki nóg. Eina sem ég get sett út á! 🙂

Annnars verkjar mig í lærin innan verð eftir æfinguna á miðvikudaginn svo ég fór ekki í morgun. Þá meina ég verkjar, svona án þess að hreyfa mig þá finn ég fyrir eymslum og verkjum.

Stefni á fisk í kveldmat.

Eurovision, fékk ég mér ís 🙂 DDv. HEf eitt um þessa keppni að segja: þetta er alltaf jafn skrítin úrslit! sum góð, sum furðuleg sum léleg, sem komast áfram.

En jæja, þarf að hætta, er í vinnunni.. Annars er kisi eitthvað lasinn greyjið.. ;(

maí 17, 2006

Ekki 100%

Posted in Óflokkað kl. 9:05 e.h. af atakninas

Enn það er allt í lagi. Ný vika á morgun og einhvern veginn fannst mér auðveldara að hugsa til þess að byrja nýja viku að krafti en að klára þessa með krafti. O jæja, verður bara að hafa það.

Líklega veðrur mikið um fisk á þessu heimili þessa vikuna, fjárhagurinn eitthvað lélegur. Er að vonast eftir aukavöktum fram að sumarfríi. Mikið að gera maður! skrái mig á mánudaginn í fjarnám, hlakka gífurlega mikið til! get ekki beðið eftir að önnin byrji 🙂 sumarönnin.. hehe en hún byrjar nú ekki fyrr en 10 júni ;( enn ég er búin að sanka að mér bókunum, og í raun bara 1 sem ég get virkilega lesið án þess að hafa neina námsáætlun og það er sjálfstætt fólk, sem ég las nú í fyrrasumar, en ég er búin með fyrstu 100 bls, þetta mun flýta helling fyrir. Get þá gert verkefnin úr bókinni strax, og einbeitt mér að restinni.

Jæja, ég fór semsagt til leiðbeinanda, tókum bara létt á því svona í fyrsta skipti í svoldinn tíma sem ég mæti, var í ca 30 mín. Vildum ekki hafa of mörg tæki svo ég yrði ekki leið, svo þau eru 6 sem vinna á 7 vegu. jám eitt þeirra hefur tvöfalda virkni..hehe

Svo svindlaði ég í kvöldmatnum, afgangur.. jæja þá er það búið og þýðir ekki að hugsa meira um það.

Enn ég hafði samviskubit, veðrið var gott og ég hafði ekker að gera..svo ég fór út að hjóla! 🙂 var í um 30 mín og hjólaði um Grafarvoginn, bara eitthvað,upp og niður brekkur út og suður..hehe.. var að koma heim.

Enn jæja ég er að missa af byrjuninni á Americas Next top Model. og verð að fara að  horfa! 🙂 hafiði það gott!

Kveðja

Nínas sem strögglar og vill ekki gefast upp! 

maí 16, 2006

FALL!

Posted in Óflokkað kl. 11:36 e.h. af atakninas

OHH!!! Svoldið fúl út í sjálfa mig núna, en ég bara nenni ekki að skamma sjálfa mig… vissi að ég væri að gera rangt, valdi að gera þetta og ætla að reyna að taka þetta föstum tökum það sem eftir er af mínu átaki.

Ok, ég leyfði mér um helgina.. ok allt í lagi.. Borðaði eftir DDv að svona 90%. Svo í gær gekk allt vel þar til í kvöldmatnum…óvenju þreytt.. enda rósa á leiðinni og hún er alltaf þreytandi kellan sú.

Og það var keyptur kjúlli og franskar (kjúlli var vigtaður samkvæmt DDV, svo borðaði ég grænmeti og franskar.) aham… ekki sniðugt…

Jæja ekki tók betur við í dag.. ákvað að panta pizzu í kvöldmatinn.. og út af klúðri þá fengum við heilt hvítlauksbrauð frítt með.. omg.. sko hellingur eftir.. búin að ákveða að annað hvort étur kallinn þetta eða þetta fer í ruslið. Ætla ekki að svindla meir! meina ég væri ekki búin að léttast um 7.6 kg samkvæmt vigtinni heima, 6 kg samkvæmt íþróttaálfinum og guð veit hvað samkvæmt DDV (ætla ekki að mæta á morgun, busy dagur og ég kemst ekki) ef ég væri að leifa mér þessa hluti og hvað þá jafn oft og á síðustu dögum.

Verð bara að herða mig upp, gera þetta af fullum krafti, dugleg að fá mér ís í harðindum, vera með pottþétt plan, grænmeti og uppskriftir þegar ég kem heim úr vinnu.

Við ætlum að grilla eitthvað gott með Eurovison á laugardaginn.. Eitthvað bara DDV!

Ástæður gætu verið þessar fyrir mínu falli: Leti, leiði, smá agaleysi og stjórnleyfi, rósa sósa væntanleg, blekking vegna burtfarinna kg að þetta sé ekkert mál að balansera svona junk með ddv.

Held að margt af þessu sé bara lame afsökun, ég gerði þetta, valdi þetta og við það situr, ég bít í það súra og geri mér grein fyrir því að það gæti farið upp. En mig langar svooo niður fyrir 70 að ég bara get ekki, má ekki og vil ekki gefast upp! Svo við kallinn erum að reyna að sjóða saman áætlun, einhverja enn fremur hvatningu því mér finnst ég alltaf sjá svo lítinn mun á mér.. ennþá! Finnst ég enn svo slöpp og með bumbu ;(

ER svooo fegin að ég hringdi í WC strax á eftir mælingu hjá íþróttaálfinum og er æfingum flýtt um 2-3 vikur.. ætlaði að byrja í byrjun júní. Enn ég byrja í fyrramálið. Fer kl 7 í salinn með leiðbeinanda til að búa mér til prógramm. Ætla mér nú ekki að fara að lyfta á fullu, en samt eitthvað smá og helst brenna. Stefnan verður tekin á 3 æfingar í viku. Td 2x hjól/skokk/hlaup/gang/sund og svo 1x lyfta. Semsagt eitthvað af framantöldu plús 1x lyfta 🙂

Lýst vel á þetta, hlakka til, og vonandi kemur drifkrafturinn minn með fítonkrafti aftur til baka á morgun! Nenni ekki að veraí svona lægð, verð bara pirruð í skapi og verð leiðinlegt við kallinn ;( góða manninn minn.

Jæja..úff púff.. búin að létta aðeins á mínu hjarta, ætla að fara að lesa smá upp í rúmi.. fer í tiltekt á morgun eftir vinnu, í kvöld er afslöppun og fljótlega svefninn fyrir ræktina 🙂

Gangi ykkur vel! virkilega þarf á spörkum í rassinn núna!

Eftirfarandi síða