maí 6, 2006

Djamm

Posted in Óflokkað kl. 4:01 e.h. af atakninas

Úff.. ég fór út að borða í gær á Nings með vinkonu minni, fékk mér auðvitað ddv vænan rétt. Fannst þetta eitthvað svo þurrt.. átti að vera í ostrusósu en ég bara sá enga sósu, var jú eitthvað smá utan á kjötinu en samt… svo það grænmeti sem ég fékk, td blómkál finnst mér ekki gott hrátt og þetta var greinilega bara léttsteikt grænmeti, svo mér fannst þetta ekki gott… nema kjötið og grjónin. Svo ég borðaði kannski hálfan grænmetisskammtinn minn.

Svo fórum við á rúntinn, vorum að rúnta til hálf ellefu og ákváðum þá að skella okkur á djammið, báðar edrú 🙂

Hringdum í vinkonu okkar, pikkuðum hana upp, náðum í föt og dót heim og fórum til hennar. tókum okkur til og svo fórum við í bæinn..vorum komnar svoldið seint niður í bæ en það var allt í lagi.. röltum aðeins um og fórum svo á sólon..

Svoldið skondið að vera edrú á djamminu…fer sjaldan og yfirleitt í glasi þegar ég fer. En jæja vorum að fylgjast með fólkinu þegar að dyraverðirnig hlaupa upp á næstu hæð alveg á fleygiferð. koma svo niður og eru að fylgja gaur út, eitthvað að ræða við hann, virtistí góðu.. þegar risa rumur labbar í mestu makindum að þeim og kýlir þennan sem var verið að fylgja út beint í faceið! Gaurinn lyppaðist bara niður og lá á gólfinu við barborðið, var svo vankaður með blóðnasir. úff.. djöfull hefur þetta verið sárt. Rumurinn fór bara glottandi út af barnum og svo var þessum vankaða bara fylgt út! Veltum fyrir okkur hvort að dyraverðirnir vildu að slagsmál brytust út fyrir utan.

Við fórum fljótlega eftir þetta og enduðum á hressó. Mjög gaman, en mikið af vel drukknu liði..og djöfull er erfitt að dansa þegar maður er ekki drukkin og allir að rekast í mann! fer mikið meira í pirrurnar á mér edrú. Jæja svo eftir svoldinn tíma þá er ein stelpa vel drukkin alltaf að rekast í vinkonu mína..aðallega því hún var svo drukkin að hún skjögraði um á gólfinu.. svo lít ég á hana eftir einhvern tíma og þá stóð hún á miðju dansgólfi með sígó í hendi og ældi! og allir bara dansa á fullu í kringum hana.. svo stóð hún þarna í smá stund,hálf dillandi sér og fór loks samt. OJJ!

Við kíktum á glaumbar og gaukinn svona rétt áður en við fórum heim.. fullt af svertingjum í svona hipp hop fötum alveg over the top! furðlegt..leið eins og þetta væri lið í bíomynd, enginn ísl gengur alveg svona mikið hip hop, með bling bling og læti!

Svo fóru þær á Nonna og ég var alveg að drepast úr hungri en fékk mér ekki neitt, ekki einu sinni smakk hjá þeim. Fórum svo út í bíl þar sem þær borðuðu og svo fórum við heim. Var komin í rúmið 5 mín í 5. Alveg ágætis djamm.

Vaknaði svo um hálf 2 ca.. rosalega endurnærð..hef örugglega aldrei sofið svona vel eftir djamm.. hehe búin að borða morgunmat og hádegismat. Ætlum að grilla á eftir.

Jæja þarf að fara að verssla, ísskápurinn hálf tómur eitthvað.