maí 3, 2006

I BELIEVE!!

Posted in Óflokkað kl. 7:08 e.h. af atakninas

HEHE  já ég trúi núna alveg að ég sé að ná árangri!

Byrjaði reyndar illa dagurinn, eða svoleiðis.. Sofnaði ekki fyrr en um 5 í morgun… bara var glaðvakandi.

Vaknaði pínu of seint, en allt í lagi samt.

Fór í vigtun um hálf fjögur og komst að því mér til mikillar ánægðu að það fóru 1,1 kg þessa vikuna! 🙂 og þá eru farin 4,9 samkvæmt ddv. Voru farin 5,8 kg á heimavigtinni síðasta laugardag, svo ég er spennt að vita hvað verði núna á laugardaginn! 🙂 Og ég á alveg von á, þar sem talan var 74,6 kg að ég sái 73 komma eitthvað í næstu viku! 🙂 omg hvað ég hlakka til!

Jæja ég fór svo í smárann til að drepa tímann því það var alveg klst þar til ég átti að ná í kallinn og hann vinnur í holtasmára. Jæja ég kíkti í skartgripabúðirnar að ath hvað giftingahringir kosta (fékk svar frá 25-70 þús og voru þetta bara plain gullhringir!!!) er alltaf að ath hvað þetta kostar allt saman svo maður viti nú hvað maður er að fara ð eyða í, hvað maður þarf að spara og hve lengi. Ath líka smá með leigu á fötum.

Jæja ég kom svo við hjá frænku minni í Dorothy perkins, hún vinnur þar. Hef ekki séð hana lengilengi. Allt of lengi. Við vorum að spjalla svona inn á milli þess sem hún afgreiddi og þá var spurt um gallapils, stutt sem var nýkomið, var bara verið að taka úr kassanum þegar ég kom. Mjög flott.

Og svona þar sem ég geng aðallega í buxum orðið með teygju í mittið þá finn ég svo lítinn mun á buxunum svo mig langaði að ath með pilsið í buxnanr nr minna en ég er vön.. hún hrofði aðeins á mig og sagði að ég þyrfti örugglega nr minna en það. Ég ákvað að taka bæði pilsin. Og bol í nr minna en ég er vön.

Og mátaði stærra pilsið, passaði en var samt á mörkunum að vera of vítt í mittið.. hehe en mér fannst þetta auðvitað æði, minna nr! Svo ég ákvaðað máta hitt því frænka haðfi sagt mér að taka það líka. Smell passaði! Mætti ekki vera minna en er samt ekki það þröngt að maður þurfi að draga inn andann til að fara í þær 🙂 hehe..bara passar. Og bolurinn smellpassaði líka! 🙂 Fékk þetta á 2500 kr! Auðvitað keypti ég sko 🙂 hehe

Fann svo sæta peysu við, svona stutta peysu/ermar með bundið að framan mjög sætt. ehem.. og ég sem ætlaði ekki að kaupa neitt! 🙂 en þetta var nú ekki dýrt svo.

Vil bara þakka innilega fyrir fallegu commentin frá ykkur! Orna manni um hjartarætur! 🙂 takk takk.

 En hér kemur mælistikan!