maí 10, 2006

Vika 6 að klárast

Posted in Óflokkað kl. 12:06 e.h. af atakninas

Jæja þá er vika 6 að verða búin.. eins og ég sagði áður þá gekk hún ekki neitt rosalega vel, kláraði ekki skammtana.. en var ekki að borða neitt sem ég mátti ekki..hehe nema einstaka sykurlaust nammi dót.

Enn þessi vika skal verða betri! 🙂

Vigtunin sagði 500g niður og er ég því komin í 74,1 kg í DDV vigtinni. hehe ég hughreysti mig bara með tölunni sem ég sé á morgnanna hér heima, hún segir meira niður..og hvetur mig til að gefast ekki upp þó ég eigi erfitt…þá falla ekki alveg þó ég láti eftir mér smá sykurlaust nammi. En ekkert svoleiðis þessa vikun! bara hollusta og kláraðir skammtar!

 Jæja ætla að klára að borða og halda áfram að læra undir próf! Er svoldið á eftir því ég hafði misreiknað hvað ég ætti eftir að glósa marga kafla þegar ég byrjðai í gær, hélt þeir væru 2 (og var langt komin með annan) en þeir voru þá 4! Og það 2 langir, 1 stuttur og byrjuð á 1.. en jæja, þýðir ekkert að sýta það bara nýta tímann.

Gangi ykkur vel!