maí 17, 2006

Ekki 100%

Posted in Óflokkað kl. 9:05 e.h. af atakninas

Enn það er allt í lagi. Ný vika á morgun og einhvern veginn fannst mér auðveldara að hugsa til þess að byrja nýja viku að krafti en að klára þessa með krafti. O jæja, verður bara að hafa það.

Líklega veðrur mikið um fisk á þessu heimili þessa vikuna, fjárhagurinn eitthvað lélegur. Er að vonast eftir aukavöktum fram að sumarfríi. Mikið að gera maður! skrái mig á mánudaginn í fjarnám, hlakka gífurlega mikið til! get ekki beðið eftir að önnin byrji 🙂 sumarönnin.. hehe en hún byrjar nú ekki fyrr en 10 júni ;( enn ég er búin að sanka að mér bókunum, og í raun bara 1 sem ég get virkilega lesið án þess að hafa neina námsáætlun og það er sjálfstætt fólk, sem ég las nú í fyrrasumar, en ég er búin með fyrstu 100 bls, þetta mun flýta helling fyrir. Get þá gert verkefnin úr bókinni strax, og einbeitt mér að restinni.

Jæja, ég fór semsagt til leiðbeinanda, tókum bara létt á því svona í fyrsta skipti í svoldinn tíma sem ég mæti, var í ca 30 mín. Vildum ekki hafa of mörg tæki svo ég yrði ekki leið, svo þau eru 6 sem vinna á 7 vegu. jám eitt þeirra hefur tvöfalda virkni..hehe

Svo svindlaði ég í kvöldmatnum, afgangur.. jæja þá er það búið og þýðir ekki að hugsa meira um það.

Enn ég hafði samviskubit, veðrið var gott og ég hafði ekker að gera..svo ég fór út að hjóla! 🙂 var í um 30 mín og hjólaði um Grafarvoginn, bara eitthvað,upp og niður brekkur út og suður..hehe.. var að koma heim.

Enn jæja ég er að missa af byrjuninni á Americas Next top Model. og verð að fara að  horfa! 🙂 hafiði það gott!

Kveðja

Nínas sem strögglar og vill ekki gefast upp! 

Færðu inn athugasemd