júní 12, 2006

WebCT

Posted in Óflokkað kl. 11:11 f.h. af atakninas

Held að ég verði aðeins minna dugleg við að blogga í sumar en ég hef verið. Það verður nóg að gera hjá mér!

Ég var að byrja núna um helgina í fjarnáminu. Vaknaði seint í gær, eða um kl14..skil ekki hvað ég svaf lengi!, meina ég sofnaði rétt upp úr eitt á föstudagskveldið. en já, gærkveldið var bara eytt í bíomynd og kynna sér námsáætlun lauslega, skoða WebCt (ný útgáfa, flottari en flóknari.) og svona, sjá verkefnin og tilkynningar frá kennurum, senda póst á kennarann og óska eftir bókinni (hann gefur 1 af 2 bókum sem við notum út, semsagt skrifaði hana sjálfur Bogi Ingimarsson heitir hann, klár náungi..hef haft hann sem kennara áður. Var í dagskóla þá, mjög skemmtilegir en krefjandi tímar. Strangur kennari en góður (semsagt kann efnið, kemur því vel frá sér en setur háar kröfur og ætlast til að við kunnum þetta frá A-Ö). Hefur skrifað nokkrar aðrar námsbækur.)

En já, ég fékk svo heimsókn í dag, systir pabba. Gaf henni af kökunum sem ég bakaði á föstudaginn. Var í einhverju stuði og var að prufa að baka kökur sem ég hef ekki gert áður. Jám. ekki DDV! en jæja ég er í einhverri lægð.. ekki alveg búin að gefast upp en er ekki á fullum hraða og áhuga núna. En jæja..hvað um það.

Nú er það námið númer 1,2 og 3! hef ekki efni á því að falla og þá meina ég það peningalega. borgaði tæpar 29 þús kr fyrir þetta! svo það er eins gott að standa sig. Heyrði, og veit því ekki hvort þetta sé satt, að í haust verði verðskráin endurskoðuð og að maður borgar jú fullt verð, en ef maður mætir í prófin þá fái maður allt endurgreint fyrir utan innskráningargjaldið og fyrir aðgang að Webct (semsagt það sem maður borgar á eininguna fær maður endurgreitt og það er slatti! held að það sé um 22 þús kr af því sem ég borgaði)

Jæja, þarf að fara að læra, það er strax verkefni komi í ísl! er í 3 fögum, ísl 503 (major mikið að lesa) og líf 103 og svo stæ 313.. óskið mér lukku og góðs gengis!  

ps: skrifað 11.06.06 en mistókst að senda..